Home

Nýríki Nonni

Nýríki Nonni er kraftmikið íslenskt rokktríó sem flytur frumsamið efni.
Tónlistin er einfalt, hávært og kröftugt rokk, lögin einföld og grípandi.
Nýríki Nonni er rammpólitískt apparat sem hikar ekki við að senda þeim tóninn, er beita óréttlæti, ósanngirni eða níðist á minni máttar.
Textarnir Óbóta, Svíkja undan skatti, Til þingmannsins og Fúlar fýsnir eru talandi dæmi þess.
Meðlimir Nýríka Nonna eru eldri en elstu menn vilja muna.
Logi Már Einarsson (ekki Samfylkingarformaður) spilar á bassa og syngur, Óskar Torfi Þorvaldsson á trommur og Guðlaugur Hjaltason spilar á gítar og syngur. ROKKUM ÁFRAM!

Song list