Home

Sveinbjörn Grétarsson

Sveinbjörn eða Bjössi eins og hann er oftast kallaður flutti mikið fyrstu ár ævinnar. Bjó í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Stykkishólmi og kom svo á Húsavík rúmlega 10 ára gamall.

Fimmtán ára byrjaði hann ásamt vinum sínum að spila og semja tónlist og 1986 var það fyrirbæri skýrt Greifarnir. Sama ár sigruðu Greifarnir Músiktilraunir og urðu um leið landsþekktir. Greifarnir eru enn starfandi með sama mannskap nema að Felix Bergsson hætti og Ingólfur Sigurðsson kom nokkrum árum síðar inn í hópinn. Heimasíða Greifanna er www.greifarnir.is

Árið 1992 tóku Greifarnir pásu og þá hóf Bjössi að spila sem trúbador á veitingastöðum um allt land.

Eftir að Greifarnir hófu leik aftur hélt hann áfram þeirri iðju og er stöðugt meira að gera í trúbador hlutverkinu. Heimasíða Bjössa trúbadors er www.trubador.is

Song list