Back

Í Öldutúni

Random Settings
+
-
esc
[E]Það er svo gaman í [A]Öldutúni
en [B7]yfirmennirnir [C#m]Haukur og [B]Rúni
[F#m]eru okkur til [G#m]skiptis að skamma
og [A]skugga[B7]legir um [E]gangana þramma. [B7]    

[E]Báðir eru þeir [A]indælis kallar
og [B7]ekki eru það [C#m]stórvægir [B]gallar
[F#m]að vera byrstir og [G#m]brúnaþungir
bro[A]sandi [B7]verða þeir [E]aftur ungir. [B7]    

[E]Að vakna er ekki [A]öllum gefið
inni á [B7]klósetti [C#m]tekur í [B]nefið
[F#m]Steinarr í laumi og [G#m]sturtar niður
stu[A]ndum er [B7]þetta [E]fastur liður. [B7]    

[E]áður en farið er [A]kroppa að kanna
kennir [B7]hjúkka um [C#m]fjölgun [B]manna.
[F#m]Þar eru saklaus [G#m]sannindi könnuð
sam[A]t eru [B7]heima[E]verkefni bönnuð. [B7]    

[E]Trabbinn hans Gísla er [A]lítill og lúinn
lík[B7]lega er hann [C#m]næstum [B]búinn.
[F#m]Hávaðinn vekur [G#m]hálfan bæinn
han[A]n hrynur í [B7]sundur [E]einhvern daginn.[B7]    

[E]Uppi í Setbergi [A]er að rísa
ein[B7]býlishús sem [C#m]bágt er að [B]lýsa.
[F#m]Húsið er byggt með [G#m]handboltalagi
hel[A]jarstór [B7]kúla eða [E]ístrumagi. [B7]    

[E]Margt er í skólanum [A]mikils virði
og [B7]menning er flutt út frá [C#m]Hafnar[B]firði.
[F#m]Egill er farinn með [G#m]kórinn til Kína,
kyn[A]nt verður [B7]hafnfirsk [E]pönkaralína. [B7]    

Það er svo gaman í Öldutúni
en yfirmennirnir Haukur og Rúni
eru okkur til skiptis að skamma
og skuggalegir um gangana þramma.

Báðir eru þeir indælis kallar
og ekki eru það stórvægir gallar
að vera byrstir og brúnaþungir
brosandi verða þeir aftur ungir.

Að vakna er ekki öllum gefið
inni á klósetti tekur í nefið
Steinarr í laumi og sturtar niður
stundum er þetta fastur liður.

áður en farið er kroppa að kanna
kennir hjúkka um fjölgun manna.
Þar eru saklaus sannindi könnuð
samt eru heimaverkefni bönnuð.

Trabbinn hans Gísla er lítill og lúinn
líklega er hann næstum búinn.
Hávaðinn vekur hálfan bæinn
hann hrynur í sundur einhvern daginn.

Uppi í Setbergi er að rísa
einbýlishús sem bágt er að lýsa.
Húsið er byggt með handboltalagi
heljarstór kúla eða ístrumagi.

Margt er í skólanum mikils virði
og menning er flutt út frá Hafnarfirði.
Egill er farinn með kórinn til Kína,
kynnt verður hafnfirsk pönkaralína.

Song Author Matthías Kristiansen

Lyrics Author Gísli Ásgeirsson

Performer: Túnfiskarnir

Settings

Close