Back

Undir bláhimni

Random Settings
+
-
esc
Undir [G]bláhimni [C]blíðsumars [G]nætur
barst’ í arma mér [A7]rósfagra [Am]mey. [D7]    
Þar sem [G]döggin í [C]grasinu [G]grætur,[Em]    
gárast [Am]tjörnin í [D7]suðrænum [G]þey. [G7]    

Ég var [C]snortinn af yndisleik [G]þínum,
ástarþráin er [A7]vonunum [Am]felld. [D7]    
Þú ert [G]ljósblik á [C]lífshimni [G]mínum,[Em]    
þú er [Am]ljóð mitt og [D7]stjarna í [G]kveld. [D7]    

Ég vil [G]dansa við [C]þig, meðan [G]dunar
þetta draumblíða [A7]lag, sem eg [Am]ann. [D7]    
Meðan [G]fjörið í [C]æðunum [G]funar [Em]    
af [Am]fögnuði [D7]hjartans, er [G]brann. [G7]    

Og svo [C]dönsum við dátt, það er [G]gaman,
meðan dagur í [A7]austrinu [Am]rís. [D7]    
og svo [G]leiðumst við [C]syngjandi [G]saman[Em]    
út í [Am]sumarsins [D7]para   [G]dís.[Em]    
Já, út í [Am]sumarsins [D7]para   [C]dís  [Cm]    [G]    

Undir bláhimni blíðsumars nætur
barst’ í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin í grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.

Ég var snortinn af yndisleik þínum,
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,
þú er ljóð mitt og stjarna í kveld.

Ég vil dansa við þig, meðan dunar
þetta draumblíða lag, sem eg ann.
Meðan fjörið í æðunum funar
af fögnuði hjartans, er brann.

Og svo dönsum við dátt, það er gaman,
meðan dagur í austrinu rís.
og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
Já, út í sumarsins paradís

Settings

Close